Komi þeir sem koma vilja… á Jónsmessuhátíð í Laufási mánudaginn 24. júní frá kl. 16-20. Á Jónsmessu eru skil mannheima og yfirnáttúrulegra heima óskýr, sem gerir álfum og huldufólki kleift að verða sýnileg. Hver veit hvað verður á sveimi í Laufási.
Eitt er þó víst að þar verður tónlist, markaður, hestar og fróðleikur.
Unga fólkið yfirtekur Laufás á Jónsmessu. Sumarlistamaður Akureyrar kemur hátíðinni af stað með kraftmiklum náttúrudansi á hlaðinu. Í Laufáskirkju leikur ungt tónlistarfólk við hvern sinn fingur. Þar verða: Egill Andra og Eik Haralds, Ari Árelíus, Kusk og Óviti. Þröstur Ingvarsson verður hér og hvar á hlaðinu og í bænum með gítarinn og heldur uppi fjörinu.
Hestarnir frá Pólarhestum eru yfirnáttúrulega góðir gæðingar eins og gestir geta séð og kynnst á hlaðinu.
Þá verður fjölbreyttur hópur norðlensks handverks- og listafólks með vörur sínar til sölu á útimarkaðinum því ekki er við öðru að búast í Laufási en góðu veðri.
Vonandi verður dögg á grasinu til að velta sér upp úr til að færa fólki. Eitt er víst að Jónsmessan í Laufási verður mögnuð, jafnvel töfrandi.
Í tilefni Jónsmessu verður ókeypis á viðburðinn sem nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs SSNE.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30