Á árunum 2014-2019 gáfu Karl-Werner og kona hans Gisela Schulte-Daxboek Akureyrarbæ alls 92 Íslandskort úr einkasafni sínu. Kortin eru frá árunum 1500-1800 og eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu. Gisela lést árið 2019 en Karl-Werner var núna í einni af mörgum Íslandsheimsóknum sínum og kom á Minjasafnið þar sem hann og Ragna Gestsdóttir sérfræðingur safnsins skiptust á fróðleiksmolum um kortin en núna stendur yfir sýning á Minjasafninu á úrvali úr gjöf þeirra hjóna.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30