Safninu berast ótal gjafir á hverju ári. Það var okkur sérstök ánægja að taka við gjöf krakkanna á Kiðagili sem afhentu okkur til varðveislu eftirlíkingar af húsi safnsins og Akureyrarkirkju.Eftirlíkingarnar eru nú til sýnis í sólstofu Minjasafnsins.

Börnin á Sóleyjar deild,  sem fædd eru árið 2003, ákváðu að færa Minjasafninu afrakstur hópastarfsins í vetur. Á ferðalögum sínum um bæinn skoðuðu þau ýmsar byggingar og ákváðu svo að búa til Minjasafnið og Akureyrarkirkju.

"Fyrst fórum við á staðina og skoðuðum, síðan var aftur farið heim á leikskóla og tekið til við að búa til eftirlíkingar. Við notuðum einungis endurvinnanlegt efni eins og mjólkurfernur, froðuplast, pappír, vír og ísspýtur svo eitthvað sé nefnt."

Undir diggri stjórn leikskólakennara var unnið að verkinu sem tók nokkrar vikur. Ílokin var sýning fyrir foreldrana og var í kjölfarið ákveðið að bjóðpa Minjasafninu þessar eftirlíkingar að gjöf.

 

kidagiljuli2007_400