Á laugardaginn er safnið opið kl 14-16. Fyrir áhugasama þá stendur ljósmyndasýningin FJÁRSÓÐUR -tuttugu ljósmyndarar frá 1858-1965- ennþá yfir. Aðrar sýningar safnins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Ekki er úr vegi að minna á safnbúðina en þar má finna margt stórt og smátt sem vel á heima í tækifæris- og jólapakka. Hlökkum til að sjá ykkur.