Strákapör Nonna og Manna eru ófá það fá gestir í Nonnahúsi að heyra. Það eru Nonnavinir sem lesa uppúr bókum Jóns Sveinssonar – Nonna. Veist þú hvaða bein var hestur eða kind í búunum í gamla daga? Ef svo er þá er tækifæri til að láta ljós sitt skína þar sem unga kynslóðin með hjálp eldri kynslóðarinnar fær tækifæri til að gera gamaldags bú með leggjum og skeljum fyrir framan Nonnahús.
Gamaldags leikföng, nammi og leikir verða í fyrirrúmi í Gamla bænum Laufási í tilefni dagsins. Félagar úr Handraðanum - Laufáshópnum verða við störf í Gamla bænum . Forvitnileg dagskrá um Jóhann Bessason, bónda og smið frá Skarði, sem endurbyggði Gamla bæinn í þeirri mynd sem hann er nú sem og kirkjuna. Dagskráin verður í Gamla presthúsinu kl 15:30 og er í umsjón afkomenda hans Valgarðar Egilssonar. Safnarúta með sögumanni fer frá Akureyri kl 12:30 í Útgerðarminjasafnið á Grenivík og í Gamla bæinn Laufás.
Ertu ljóðskáld? Láttu á það reyna! Orðaleikur verður í Davíðshúsi þar sem gestum gefst kostur á að gera sín eigin ljóð með orðum hins ástsæla ljóðaskálds Davíðs Stefánssonar. Komdu og prófaðu.
Komu að leika og njóttu þess að vera með okkur á Eyfirska safnadaginn!
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30