Fjölskyldustemning mun ríkja á sumardaginn fyrsta á Minjasafninu á Akureyri frá kl 14-16. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt kl 14, Rafeyri fær þakkir fyrir hjarta þeirra í heiðinni frá bæjarbúum. Allir mynda eitt risastórt hjarta fyrir neðan Minjasafnið. 14:45 hefst svo Kjördagur barnanna, útileikir af ýmsu tagi verða á sínum stað, hestakerra býður börnum far og teymt verður undir börnum á hestbaki. Pensill verður mundaður af upprennandi listamönnum í sjálfsmyndagerð og lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta. Mömmur og pabbar, ömmur og afar, langömmur og langafar, frænkur og frændur komið og gerið ykkur glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri. Dagskrá sumardagsins fyrstaÞað eru Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins og Akureyrarstofa sem standa að barnaskemmtuninni á Minjasafninu.