Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins, mun sýna gamlar myndir af svæðinu og segja frá þeim á kvöldvöku í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 3. febrúar kl 20:00. Það er Laufásprestakall sem stendur fyrir kvöldvökunni þar sem sr Bolli flytur fáein hugleiðingakorn og Petra Pálsóttir og Gunnar Tryggvason laða fram ljúfa tónlist. Myndin er tekin þegar kirkjan stóð ennþá á upprunalegum stað.