Kíktu á safnið um helgina hér er opið og notalegt. Það er alveg sérstök stemning að ganga um sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn.  Þar er hægt að kynnast hvernig Akureyri byggðist upp, hvað var hér að finna og síðast en ekki síst hvernig mannlífið var. Forveri verslunarstaðarins Akureyri er Gásir. Á sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu geta gestir kíkt á vörur sem gengu manna á milli á miðöldum, séð bátakuml frá Dalvík og virt fyrir sér týpískan vinnustað kvenna langt fram eftir öldum nefnilega vefstaðinn. KOmdu í heimsókn!