Í gær hófst laufléttur leikur á fésbókarsíðu Minjasafnsins. Þegar vinir síðunnar eru orðnir  yfir 1000 verður dreginn út veglegur vinningur. Hinn heppni fær að bjóða 9 vinum sínum í lifandi leiðsögn um Innbæinn, koma með þá í heimsókn á sýningar safnsins í kjölfarið og að lokum í pizzuveislu á Bryggjunni. Kíkið endilega á fésbókarsíðuna til að sjá hvað þið þurfið að gera og látið vini ykkar endilega vita af þessum skemmtilega leik.