Sumarið er tíminn til að leika sér. Hvað er þá betra en að búa sér til sitt eigið leikfang!
Listakonurnar Jonna og Brynhildur leiða leikfangasmiðju fyrir 6 til 13 ára á Minjasafninu á Akureyri þar sem hver og einn býr til leikfang úr endurnýtanlegu efni. Kannski endar það á leikfangasafninu eftir 50 ár?
Eftir smiðjuna heimsækjum við leikfangahúsið og skoðum leikföng frá ýmsum tímum m.a. frá Leikfangagerð Akureyrar og Leifsleikföngum.
Hvar: Minjasafnið á Akureyri
Hvenær: Laugardaginn 22. apríl – kl. 13-15
Athugið takmarkaður fjöldi. Ekkert þátttökugjald.
Skráning á minjasafnid@minjasafnid.is með upplýsingum um:
1. nafn þátttakenda og aldur
2. nafn foreldra eða forráðarmanns og símanúmer
Viðburðurinn er hluti Barnamenningarhátíðar á Akureyri og er styrktur af Akureyrarbæ.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30