Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á starfsdegi að sumri laugardaginn 2. júlí kl 13:30-16.00. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 með fjölskyldusamveru. Að henni lokinni verður fólk íklætt tilheyrandi klæðnaði að störfum í Gamla bænum. Osta- og skyrgerð, fróðleiksmolar um íslenskar nytjajurtir. Fagrir tónar munu óma um sveitina kl 15 um leið og danshópurinn Vefarinn stígur taktfastann dans við eigin söng.  Einnig verður sýning á gömlum reiðfötum og reiðtygjum í skálanum.Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á starfsdegi að sumri laugardaginn 2. júlí kl 13:30-16.00. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 þar sem sr Gylfi Jónsson stýrir fjölskyldusamveru. Að henni lokinni verður fólk að störfum í Gamla bænum. Hann mun því iða af lífi á ný þennan dag þar sem fólk íklætt tilheyrandi klæðnaði mun vinna úti sem inni. Í Gamla bænum verður unnið úr undirstöðu mataræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni, því þar verður bæði osta- og skyrgerð.Tilvalið er fyrir þá sem áhuga hafa á jurtum að kíkja við og safna fróðleiksmolum í sarpinn um íslenskar nytjajurtir.  Á hlaðinu verður heyskapur í fullum gangi þar sem slegið verður með orfi og ljá, heyið tekið saman og bundið í bagga. Fagrir tónar munu óma um sveitina kl 15 um leið og danshópurinn Vefarinn stígur taktfastann dans við eigin söng. Í tilefni af Landsmóti hestamanna í Skagafirði verður sýning á á reiðfatnaði og reiðtygjum frá fyrri tíð ásamt ýmsu öðru sem tilheyrir hestamennsku í dúnhúsinu og skálanum í Gamla bænum. Auk þess sem Pólarhestar munu teyma undir börnum á hlaðinu. Dásamlegur lummuilmur fyllir vit gesta þennan dag og þeim verður boðið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í Gamla bænum s.s. nýgerðri smjörklípu á heimabökuðu rúgbrauði, fjallagrasabrauði og auðvitað lummum. Gestir eru hvattir til þess að mæta í þjóðbúningi. Þeir sem það gera eru sérstaklega velkomnir því það gerir daginn enn eftirminnilegri fyrir alla sem hann sækja. Þeir greiða því engan aðgangseyri.Þátttakendur í starfsdeginum í Laufási eru félagar úr Laufáshópnum auk fjölda annara sjálfboðaliða.Þjóðlegar veitingar í Kaffi Laufási, þar er hráefni úr héraði í hávegum haft. Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.Aðgangseyrir: 700 kr. Frítt fyrir börn 16 ára og yngri