Ljósmyndasafn Leikfélags Akureyrar, sem barst Minjasafninu í maí síðastliðnum, hefur nú verið komið fyrir í nýjum umbúðum hér á safninu.Ljósmyndasafn LA inniheldur rúmlega 7500 ljósmyndir teknar frá aldamótum 1900 fram yfir 2000.Búið er að skipta um umbúðir á öllum myndunum, þær komnar með númer, í möppur og um 1/3 hefur þegar verið skannaðar og er því til í tölvutæku formi. Ljósmyndasafnið er einstök heimild um um þau leikrit sem tekin hafa verið fyrir hjá LA, leikara sem tekið hafa þátt, áhugafólk, búninga og uppfærslur. Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar MInjasafnsins, segir að skönnun safnsins verði lokið í vetur. Meðfylgjandi mynd sýnir þá Gest Einar Jónasson, Þráinn Karlsson og Viðar Eggertsson í hlutverkum Kaspers, Jespers og Jónatans í uppfærslu LA á Kardimommubænum leikárið 1972-3.