Hörður mun auk þess segja stuttlega frá ljósmyndasýningunni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? sem nú stendur yfir á safninu. Glöggir gestir hafa borið kennsl á 73% myndanna sem er mjög góður árangur en betur má ef duga skal. Enn gefst því tækifæri til að spreyta sig á því að finna heiti á fólk, hús og þorp. Myndirnar eru teknar víða um land á árunum 1920-1960 og eru flestar úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Munt þú þekkja einhvern eða eitthvað eða veistu jafnvel af hvaða tilefni myndin er tekin?? Komdu og spreyttu þig og fræðstu í leiðinni um það hvernig myndir voru teknar hér áður fyrr. Áhugasömum gestum er bent á að ljósmyndasýningin Þekkir þú...híbýli mannanna? sem sett var upp í fyrra má nú sjá á heimasíðu safnins www.akmus.is Sýningin er opin alla laugardaga frá 14-16 til 26. apríl Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir
Myndin er ein af þeim fáu af ljósmyndasýningunni sem enn er óþekkt. Getur þú lagt okkur lið með því að finna út hver er þarna í forgrunni og hvar hún stendur?
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30