Vegna mikillar aðsóknar hefur ljósmyndasýningin „Þekkir þú ...áningarstaðinn?“ hefur verið framlengd til 22. mars. Á sýningunni eru óþekktar ljósmyndir úr ljósmyndakosti Minjasafnsins og geta gestir tekið þátt í sýningunni og starfi safnsins með því að bera kennsl á myndefnið. Nú eru komnar upplýsingar um 80% mynda sýningarinnar en starfsfólk Minjasafnsins óskar eftir áframhaldandi aðstoð gesta við að bera kennsl á ferðalanga og áningarstaði en hvetur jafnframt gesti sem þegar hafa komið til að koma aftur! Með því móti er hægt að yfirfara upplýsingarnar, leiðrétta og/eða bæta við það sem þegar hefur komi fram um myndefnið.

Ljósmyndirnar eru frá öllum landshlutum s.s. í Vestmannaeyjum, Keflavík, á Vestfjörðum og á Austfjörðum. Flestir eru þeir þó af norðaustur hálendinu.

Látið ekki þessa áhugaverðu sýningu Minjasafnins á Akureyri fram hjá ykkur fara fremur en sýningarnar Akureyri bærinn við Pollinn eða Eyjafjörður frá öndverðu.

Ljósmyndasýningin stendur til 22. mars allar helgar frá 14-16.

Aðgangur er ókeypis á sýninguna.