Síðastliðinn miðvikudag veitti menningarráð Eyþings Gásverkefninu styrkt til bókagerðar um Gásir. Verkefnið hlaut þriðja stærsta styrkinn og var það afar ánægjulegt. Brynhildur Þórarinsdóttir, margverðlaunaður barnabókarithöfundur, mun því brátt leggjast undir feld og undirbúa gerð bókarinnar. Það voru Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri,  og Brynhildur Þórarinsdóttir sem tóku á mótu styrknum í Þorgeirskirkju.