Barnabókin Gásagátan eftir hinn vinsæla barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur er komin út. Af því tilefni var Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, afhent eintak af bókinni í gær á degi íslenskrar tungu og fæðingardegi barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar – Nonna. Gásagátan var rituð í samstarfi við Gásakaupstað ses. og Minjasafnið á Akureyri með styrk frá Menningarráði Eyþings.