Í dag var stofnuð sjálfseignastofnun um Gásaverkefnið nafn hennar er Gásakaupstaður. Að sjálfseignastofnuninni Gásakaupstaður ses standa Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Laufáshópurinn (Gásahópurinn). Við þetta tækifæri veittu bæði Fjárfestingarbankinn Saga Capital og KEA svf stofnuninni styrk sem mun fara í uppbyggingu þjónustu á Gásum strax á næsta ári.