Messa í kirkjutóftinni á hinum forna verslunarstað Gásum í Eyjafirði 8. júlí kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknaprestur í Möðuvallaklausturskirkju sér um athöfnina og félagar úr kirkjukórnum leiða fjöldasöng með undirleik.

Gásir var mesti kaupstaður Norðurlands á miðöldum allt fram á 16. öld og í raun Glerártorg eða Kringla þess tíma þar sem menn söfnuðust saman til að láta sjá sig og sjá aðra, fara utan og taka á móti þeim sem voru að koma til landsins.

Kirkjan, sem er sú önnur stærsta á landinu sem rannsökuð hefur verið, var byggð fyrst fyrir 1300. hún var síðan endurbyggð í annari mynd eftir 1300. Upphaflega kirkjan var breiðari en sú síðari, með voldugum undirstöðum fyrir hornstoðir, og ef til vill með kór til austurs, en hann kann þó að vera frá seinna byggingarstiginu. Í þeirri mynd var kirkjuskipið nokkru mjórra, og kirkjan með forkirkju til vesturs. Hún var stöguð niður, en það kom þó ekki í veg fyrir að hún fyki, árið 1359 eins og segir frá í annáli.

Stafkirkjan var mikilúðlegt mannvirki sem helgaði kaupmönnunum staðinn og segja má að hún hafi verið nokkurs konar veldistákn norsku kaupmannanna.

Messugestum gefst kostur á því að ganga um hinn forna verslunarstað eftir athöfnina í fylgd með verkefnisstjóra Gásaverkefnisins, Kristínu Sóleyju Björnsdóttur.

Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við Möðruvallaklausturskirkju stendur fyrir messunni í kirkjutóftinni.