Miðaldakaupstaðurinn á Gásum lifnar við á hinum árlegu MIÐALDADÖGUM sem standa frá föstudeginum 19. júlí til sunnudagsins 21. júlí kl 11-18. Sverðaglamur, örvaþytur, lokkandi matarilmur, háreysti kaupmanna, glaðir Gásverjar, brennisteinsfnykur og ljúfir miðaldatónar munu taka á móti forvitnum gestum þessa daga. Það eru Gáskaupstaður ses og Minjasafnið á Akureyri sem standa fyrir þessum árlega viðburði þar sem sögunni er miðlað til gesta með lifandi hætti í afar góðu samstarfi við miðaldahóp þjóðháttafélagsins Handraðans hér í Eyjafirði ásamt áhugafólki um miðaldir af öllu landinu.Hlökkum til að sjá þig