Brugðið verður á leik þar sem vafasöm verslun leikur stórt hlutverk í örleikþætti sem byggir á fólki og atburðum sem tengjast staðnum og leikinn verður knattleikur líkt og hinir fornu kappar léku með knatttré og hálmbolta. Miðaldamenn munu sýna réttu handtökin en áhugasömum gestum gefinn kostur að taka þátt og sýna hvað í þeim býr í þessum forna leik. Fyrir þá sem skyggnast vilja inní framtíðina er bent á Völvuna sem spáir í rúnir og börn á öllum aldri geta reynt sig við bogfimi og steinakast. Auk þess sem börnin geta kynnst spennusögunni Gásagátunni í sögustund með rithöfundinum Brynhildi Þórarinsdóttur.
Handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinnur að leður- og vattarsaumi, jurtalitun, reipisgerð, tálgun í tré, spjaldvefnaði, boga- og örvagerð svo eitthvað sé nefnt. Gert verður til kola í fyrsta skipti í Hörgársveit í 200 ár og brennisteinn, sem var mjög mikilvæg útflutningsvara á miðöldum, verður hreinsaður rétt eins og þá var gert. Ljúfir tónar óma og lokkandi matarilmur úr súpupotti Laxdalshúss berast frá Gásakaupstað um héraðið. Þessi mynd skapar rétta umhverfið fyrir Langskipið Véstein frá Þingeyri sem sigla mun þöndum seglum að Gásum laugardaginn 16. júlí. Það er í fyrsta skipti síðan á 16. öld sem skip kemur að Gásum. Hægt að fara í siglingu en svo heldur Vésteinn leið sinni áfram á Sail Húsavík í lok dagsMinjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30