Nú er verið að mála Minjasafnskirkjuna að innan. Loftið var málað á síðasta ári og nú er röðin komin að kirkjuskipinu og kirkjubekkjunum. Af þeim orsökum er kirkjan lokuð bæði fyrir gesti og kirkjulegar athafnir. Við munum taka við pöntunum á ný fyrir kirkjuna í nóvembermánuði. Það eru Snorri Guðvarðarson og Kristjana sem mála kirkjuna af sinni alkunnu snilld. Verkefnið er styrkt af húsafriðundanefnd og velunnurum kirkjunnar. Enn er hægt að styrkja verkefnið. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við safnstjóra Harald Þór Egilsson.