Miðvikudaginn, 18. feb. kl. 13 -15 stendur Laufáshópurinn fyrir námskeiði í fleygskurði. Fleygskurður er alþjóðleg tréskurðaraðferð sem rekja má til miðalda. Kennari er Hugrún Ívarsdóttir. Áhugasömum er bent að skrá sig hjá Höddu í síma 899-8770.myndin er fengin að láni af síðunni: http://treskurdur.blogspot.com/2006/10/fleygskurur.html

Örlítill fróðleikur um flygskurðaraðferðina. Formið er reglubundið, þ.e. með endurtekningum. Formið er gjarnan teiknað með reglustiku og sirkli. Þó eru til undantekningar á þessu eins og flestu öðru. Fleygskurður er oft notaður sem skraut til uppfyllingar.

Hnúður er í miðjunni sem festur er með því að reka fleyg upp í miðjan hnúðinn þar sem hann kemur út um bakhlið. Pressa þessi kemur að notum þegar laufabrauð er steikt. Laufabrauðið kemur nokkuð óslétt úr steikarpottinum og er pressan notuð til að slétta það til áður en brauðið kólnar.