Námskeið í tólgarkertagerð verður haldið þann 8 nóvember frá kl 11- 14:30 í gamla bænum Laufási. Kennari er Guðrún H. Bjarnadóttir (Hadda). Áhugasamnir eru beðnir að panta pláss hjá Höddu í síma 899-8770 fram á fimmtudagskvöld. Námskeiðsgjaldið er 5000 kr. Súpa og brauð stendur þátttakendum til boða í gamla Prestshúsinu gegn vægu gjaldi. Örlítilll fróðleikur um tólgarkerti...................Talið er að tólgarkerti hafi komið til sögunnar á 15. öld. Þau var auðvelt að búa til heima í sveitunum og voru þau því víða notuð og algeng á hátíðum eins og um jól. Við gerð tólgakerta var tólgin brædd og hellt í djúpan trédall. Oft á tíðum var strokkurinn á heimilinu notaður og voru kertin þá oft á tíðum kölluð strokkkerti.