Það voru góðir gestir sem komu á opnun sumarsýningar safnsins á laugardaginn.Norðurljósin heilluðu gesti á sýningunni. Myndir áhugaljósmyndarans Gísla Kristinssonar og málverk Haralds Moltke sýna vel hversu skemmtileg, litrík og einstök norðurljósin eru. Sagan á bak við norðurljósarannsóknir dönsku leiðangursmannanna tók á sig forvitnilega mynd með málverkum Moltkes og gerðu gestir góðan róm af.Minjasafnið er opið í sumar daglega kl 10-17.