Sumarsýning Minjasafnsins hefur vakið mikla lukku hjá erlendum sem innlendum gestum. Erlendu gestir okkar falla í stafi og hafa mikinn áhuga á því að vita hvenær besti tíminn til að sjá norðuljós sé. Kannski þeir komi aftur í heimsókn yfir vetrartímann. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Gísla Kristinssonar, áhugaljósmyndara frá Ólafsfirði, og málverkum danska listmálarans Haralds Moltke. Hann var einn af leiðangursmönnum sem komu til Akureyrar 1899 til að rannsaka norðurljósin. Komdu í heimsókn. Sjón er sögu ríkari.