Það var ákaflega notaleg stemning á danska deginum sem haldinn var í gær í Innbænum. Fjöldi manns lagði leið sína á þennan skemmtilega viðburð sem haldinn var í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Hér unnu hönd í hönd íbúar í Innbænum, söfnin og Akureyrarbær ásamt fjölda mörgum styrktaraðilum. Á Minjasafnið og í Nonnhús komu hátt í 500 gestir sem naut þess að ganga um sýningarnar, spjalla og njóta stemningarinnar í garðinum. Fjöldamargir skelltu andlitum sínum í stækkaða ljósmynd svo það leit út að þeir væru þátttakendur í garðveislu sem haldinn var einmitt hér í Innbænum um 1900. Starfsfólk Minjasafnsins og Nonnahúss þakkar ykkur kærlega fyrir komuna.