Hvernig leika börn sér í dag? Þessi spurning var hvatinn að rannsókn nokkurra safna á leikjum 10 ára barna árið 2009. Nemendur í 5. bekk níu grunnskóla tóku þátt í rannsókninni og verða niðurstöður birtar í rannsóknarskýrslu árið 2012.Farandsýningin Ekki snerta jörðina - leikir 10 ára barna er annar flötur rannsóknarinnar. Sýningin hóf för sína um landið á Þjóðminjasafni Íslands 14. apríl 2011 og vakti mikla lukku gesta á öllum aldri. Á sýningunni gefst gestum á öllum aldri kostur á að leika sér eins og börnin í rannsókninni. Sýninguna hannaði Ilmur Stefánsson. Sýningin opnar á skírdag á Minjasafninu á Akureyri og verður opin til 5. maí.Skoða heimasíðu verkefnisinsHvaða leikjatýpa ert þú? Smelltu hér!