Nýársdagur  1915 var óvenjulegur. Dagur sem margir höfðu beðið af óþreygju en aðrir borið nokkurn kvíðboga til. Þennan dag gekk í gildi fullkomið áfengisbann. Bannað hafði verið að flytja inn áfengi frá 1. Janúar 1912 en heimilt var að selja birgðir í þrjú ár á eftir. Frá  1915 máttu aðeins lyfsalar og héraðslæknar selja áfenga drykki og aðeins til lækninga!  Þetta póstkort er eitt margra sem varðveitt er á Minjasafninu. Skoða póstkort.