Vinnustofa Davíðs á heimili hans er um margt sérstök.
Vinnustofa Davíðs á heimili hans er um margt sérstök.

Davíðshús var reist árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem bjó þar til dánardags. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum og handritum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms.

Heimili Davíðs var gert að safni 1965. Akureyrarbær keypti bókasafn hans, erfingjar ánöfnuðu safninu persónulegum munum og innanstokksmunum hússins en efnt var til landssöfnunar til kaupa á Bjarkarstíg 6 sem var afhent bænum til umsjár. Bókasafn hans var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu með fágætum prentunum af ýmsum toga og handritum. Í húsinu er einnig að finna listaverk eftir Kjarval, Sölva Helgason, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Mugg.

Í leiðsögninni kynnumst við skáldinu og leyndardómunum sem þar er að finna í hverjum kima hússins.

Athugið takmarkaður miðafjöldi.

Miðar eru seldir á tix.is  og minjasafnid.is - smella hér