Minjasafnið, Nonnahús og Minjasafnskirkjan hafa opnað fyrir gestum á ný. Við gætum að öllum varúðarráðstöfunum Almannavarna. Þannig er aðeins hægt að taka á móti 14 manns í einu í Nonnahúsi, 4 í einu í Minjasafnskirkjunni en 50 í Minjasafninu. Spritt í boði hússins og hanskar fyrir þá sem vilja. Virðum 2 metra regluna. Opið daglega frá kl. 13-16 í maí.
Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að fá sér aðgang að söfnunum okkar 5 með kortinu Minjasafnið allt árið á aðeins 2200 kr.
Verið hjartanlega velkomin.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30