Á safninu verður hægt að njóta notalegrar stemningar innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina fram til 21. des. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember.  Nú er tækifæri til að kíkja einnig í breytta og forvitnilega safnbúð þar sem finna má þjóðlega gjafavöru.