Hefur þig langað til að kynnast starfi Minjasafnsins? Jafnvel fá að hjálpa til? Líttu við á Minjasafninu n.k. laugardag kl. 13 á kaffistofu safnsins. Hittu Stoðfélaga og líttu á gamlar ljósmyndir. Kannski þekkir þú einhvern á myndunum.
Annar félagsfundur Stoðar á þessu starfsári verður haldinn á kaffistofu Minjasafnins laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 13.
Fyrirhuguð dagskrá: - Hörður Geirsson verður gestur fundarins. Hann ætlar að spjalla við okkur um ljósmyndasafnið og hvernig við getum aðstoðað við það á ýmsan máta.
- Vetrarstarf Stoðar. M.a. er komin upp hugmynd að hittast mánaðarlega á opnunartíma safnsins og aðstoða þá jafnvel við afgreiðslu, skoða myndir, reyna að þekkja fólk, hús eða landslag á myndum eða hvað annað sem upp kann að koma.
- Kynning á Stoð.
Hittumst heil á laugardaginn kemur kl. 13.