Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu  laugardaginn 22. nóvember  á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Ungir listhneigðir Akureyringar verða með gjörning kl 14 sem mun án efa skapa enn meiri stemningu þennan dag á safninu.