Ljósmyndir úr verzlunarsögu Akureyrar
Hvar keyptir þú fermingarfötin, leðurjakkann, bókina eða trúlofunarhringinn?
Margir eiga minningar sem tengjast verslunum sem sumar hverjar eru horfnar. Á sýningunni Hér stóð verzlun gefur að líta ljósmyndir frá ýmsum sérverslunum frá síðustu áratugum á Akureyri. Sýningin er framhald sýningarinnar Hér stóð búð sem naut gríðarlegra vinsælda á síðasta ári. Þar gaf að líta myndir úr kjörbúðum og matvöruverslunum.
Einnig opnar nýjasta búð bæjarins, sérvöruverslunin Tízkan, þar sem kynslóðir geta sameinast í búðarleik.
Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, opnar sýninguna laugardaginn 25. febrúar kl. 14.
Léttar veitingar - allir hjartanlega velkomnir
Sýningin er opin daglega frá 13-16