Síðustu sýningadagar á fjölskyldusýningunni Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna og örsýningunni sem tvinnast þar saman við Allir hlæja á öskudaginn. Aðrar sýningar safnsins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu.Komdu í heimsókn og upplifðu skemmtilega sýningar með stórfjölskyldunni! Það er opið hjá okkur á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn fyrir páska, páskadag og annan í páskum frá kl 14-17.