það verður opið alla páskadagana frá kl 14-17. Laugardaginn 23. apríl kl 14 verður Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, með leiðsögn um ljósmyndasýninguna: ÞJÓÐIN, LANDIÐ OG LÝÐVELDIÐ - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Þetta eru síðustu sýningardagarnir. Við hvetjum því alla áhugasama um að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn.Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands og samanstendur af ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar ljósmyndara frá árunum 1928-1958. Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) lærði ljósmyndun á Akureyri hjá Hallgrími Einarssyni 1920 til 1923 og rak ljósmyndastofu þar í bæ frá 1923 til 1936. Á þessum árum mótaðist hann sem ljósmyndari. Líklega er hann þekktastur fyrir störf sín sem opinber ljósmyndari forsetaembættisins til margra ára. Hann fylgdi forsetanum og tók þátt í að móta ímynd embættisins. Framlag hans til íslenskrar menningarsögu er mikið. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð Á henni má meðal annars sjá landlagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins.