Minjasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið á Akureyri eru opin um páskana. Opnunartíminn er frá 14-16 skírdag, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum.  Munið ljósmyndasýningu Minjasafnsins Þekkir þú... hýbýli mannanna? og hinar margbreytilegu grunnsýningar safnsins, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn. Aðgangur ókeypis.

Grunnsýningar Minjasafnins eru tvær Akureyri – bærinn við Pollinn: þar sem fjallað er um valda hluta úr sögu bæjarins frá upphafi til nútímans og Eyjafjörður frá öndverðu: þar sem áherslan er lögð á verslun á miðöldum og trúarlíf í héraðinu allt frá landnámi fram yfir siðaskipti. Ljósmyndasýningin Þekkir þú...híbýli mannanna sem samanstendur af óþekktum ljósmyndum úr safni Minjasafnsins er einnig opin og gestir beðnir um aðstoð við að þekkja hús, fólk og staði. Ókeypis er á safnið af þessu tilefni. 

Á Iðnaðarsafninu er starfsemi 70 fyrirtækja kynnt. Á safninu má finna dæmi um hina fjölbreyttu framleiðslu iðnaðarbæjarins Akureyri s.s. skinn, súkkulaði, skó, gosdrykki og húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Einnig má sjá vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum.

Gestir eru leiddir um safnið með hljóðleiðsögn.