Brauð á Norðurlöndum/Bröd i Norden er samnorrænt verkefni á sviði samtímasöfnunnar sem fimm söfn á Íslandi taka þátt í og miðla nú niðurstöðum verkefnisins á vefsíðunni www.brauðbrunnur.wordpress.com   Umfjöllunarefni safnanna á Íslandi eru margbreytileg og er með verkefninu ætlað að sýna fram á menningarlegan og samfélagslegan fjölbreytileika hér á landi þar sem er brauð í forgrunni. Fjallað er um laufabrauð, vestfirskar hveitikökur, brauðmeti innflytjenda, hverarúgbrauð og heimabakað brauð og er umfjöllunin bæði í máli og myndum en hvert safn útbjó stutt myndband um umfjöllunarefni sitt.  Söfnin hvetja sem flesta til að heimsækja Brauðbrunninn, www.brauðbrunnur.wordpress.com, og kynna sér efni hans og jafnvel senda inn brauðuppskrift, deila með okkur minningum frá laufabrauðsgerð og segja frá því hvað er besta áleggið á hverarúgbrauðið og hveitikökur.