Davíð Stefánsson á yngri árum.
Davíð Stefánsson á yngri árum.

ALLAR GÁTTIR OPNAR
Svartar fjaðrir í þrem þáttum
Dagskrá um Davíð Stefánsson og hans Svörtu fjaðrir
Sögukona: Valgerður H. Bjarnadóttir
1. þáttur - Silfurblýanturinn
Davíðshúsi, fimmtudaginn 5. september kl.20

Í þremur klukkustundar dagskrám nú í haust mun Valgerður H. Bjarnadóttir rifja upp og hugleiða hvað mótaði skáldið Davíð og fyrstu ljóðin hans. Við byrjum á bernskunni.

Í grein um Ólaf Davíðsson, móðurbróður skáldsins, sem m.a. er að finna í bókinni Mælt mál, er lýsing á jarðarfarardegi Ólafs eftir að hann drukknaði í Hörgá. Þá er Davíð 8 ára og lýsing hans hefur yfirbragð örlagastundar.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég var við jarðarför. Meðan húskveðjan var flutt, stóð ég við hlið móður minnar og kreppti hægri hönd um silfurblýant, sem Ólafur hafði gefið mér nokkru áður. Þetta fasta tak, um fyrsta blýantinn sem ég eignaðist, var mér hugsvölun.“

Auk hugleiðinga og bernskusagnabrota les Valgerður nokkur af fyrstu ljóðunum sem varðveist hafa, auk seinni ljóða sem vísa til bernskunnar.

Seinni dagskrár verða
17. október - Skóhljóðið - um fyrstu ljóðin sem birtust í tímaritum, ungdómsárin og ástina
12. desember - Kastalinn - um útkomu Svartra fjaðra

Aðgangur kr. 1000 kr..
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings.

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi með MA í trúarheimspeki og menningarsögu. Hún hefur starfað nokkur síðustu sumur sem húsfreyja í Davíðshúsi og flutt tugi erinda og hugleiðinga um skáldið.