Það er fátt betra en gott ljóð í lok dags. Í notalegu umhverfi Davíðshúss verða reglulega skáldastundir í sumar. Kristín Svava Tómasdóttir ríður á vaðið og les úr verkum sínum og spjallar við áheyrendur fimmtudaginn 24. júní kl. 17.
Kristín Svava er bæði fræðimaður og ljóðskáld og hefur sent frá sér hvort tveggja fræðirit og ljóðabækur. Kristín Svava gaf út ljóðabókina Hetjusögur en ljóðin eru ort upp úr ritinu Íslenskar ljósmæður I–III sem séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar og kom út hjá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri 1962–1964. Fyrir Hetjusögur hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2021.
Hún hlaut einnig Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur fyrir bókina Konur sem kjósa.
Þá hefur hún birt ljóðaþýðingar í ýmsum tímaritum. Kristín Svava er ein af yfirritstjórum Meðgönguljóða.
Fengið af vefnum skald.is
Næstu skáldastundir:
15. júlí Sigurlín Bjarney Gísladóttir
29. júlí Ragnheiður Lárusdóttir
5. ágúst Gerður Kristný
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30