Afmælisganga um skátaslóðirfimmtudaginn 16. ágúst kl. 20.Gunnar Helgason er göngustjóri skátagöngunnar og leiðir göngugesti um gamlar skátaslóðir og rifjar upp ferðir skátanna.  

Safnast verður saman við hitaveituskúrana við Súluveg kl. 20 og gengið þaðan upp í skátaskálann í Fálkafelli.
 

Gangan er fyrir fólk á öllum aldri, tekur rúmlega klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
 

Einu sinni skáti, ávallt skáti! Skátar eru sérstaklega hvattir til að mæta og allir hinir sem alltaf hefur langað til að vera skáti.
 

Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.