Örsýning Minjasafnins, skíði – skautar – sleðar, í samstarfi við Pennann-Eymundsson og Skíðaþjónustuna var opnuð 14. mars. Hún er sett upp í tilefni af páskum þegar vetraríþróttir eru iðkaðar sem aldrei fyrr bæði af heimafólki og gestum. Í glugga Pennans-Eymundson eru ljósmyndir í bland við fatnað, tæki og tól sem þarf við slíka iðju bæði gömul og glæný.  Í búðinni er einnig ljósmyndasýning á tölvuskjá með stemningsmyndum sem flestar eru frá Akureyri. Sýning Minjasafnis á Akureyri Skíði, skautar, sleðar er sett upp í tilefni af páskum þegar vetraríþróttir eru iðkaðar sem aldrei fyrr bæði af heimafólki og gestum. Oft iðaði bærinn af lífi á veturna. Akureyringar muna án efa eftir því þegar Skátagilið fylltist af ungu fólki um miðbik tuttugustu aldar til þess að renna sér og skautað var á Pollinum. Í glugga Pennans-Eymundsonar eru ljósmyndir í bland við fatnað, tæki og tól, gömul og ný, sem minna á veturinn og þær íþróttir sem iðkaðar voru þá.  Þar má meðal annars sjá sparksleða og innkaupanet sem oft voru full af matvöru á handfangi sleðanna, kvenskíði sem Adam Magnússon smíðaði á Akureyri og karlmansskíði smíðuð í Reykjavík ásamt skíðapressu sem nýtt var við smíði skíða. Þar gefur einnig á að líta snjóþrúgur, leðurbarnaskauta og  magasleða svo eitthvað sé nefnt. Árið 1968 vann lið frá Akureyri fyrst Íslandskeppni í skíðagöngu. Á sýningunni er keppnisgalli Stefáns H. Jónassonar frá þeim merku tímamótum. Fyrstu útivistarfötin sem Sjóklæðagerðin framleiddi undir merkinu 66°N var galli sem allir fulltrúar Íslands notuðu á Ólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi í brunagaddi 1984. Galli Ólafs H. Björnssonar, sem fór sem fararstjóri, má sjá á sýningunni. Gamlar stemningmyndir sem flestar eru frá Akureyri setja svo punktinn yfir i-ið en þeim er varpað upp á tjald í bókabúðinni. Ekki er úr vegi að minna á páskaopnun Minjasafnsins, en þar er opið á skírdag, laugardaginn 22. mars og annan í páskum frá 14-17. Á Minjasafninu, Aðalstræti 58, stendur nú yfir ljósmyndasýningin Þekkir þú…fjölbreytileika mannlífsins ásamt grunnsýningunum Akureyri –bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu.Enginn aðgangseyrir.