Gaman er að segja frá því að kennarar og nemendur á öllum skólastigum í Eyjafirði eru duglegir að nýta sér safnfræðsluna sem er í boði á safninu yfir vetrartímann. í þessari viku fór safnkennarinn með gullkistuna til elstu barna á leikskólanum Naustatjörn í Naustaskóla og tók á móti erlendum skiptinemum við Háskólann á Akureyri til að fræða þau um sögu byggðarlagsins sem þau búa í núna.  Í morgun kynntist hópur leikskólabarna frá Naustatjörn því hvernig var að vera barn á Akureyri í gamla daga og skoðaði sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn. Á morgun er svo von á leikskólabörnum frá Flúðum í sömu erindagjörðum. Hér er því mikið fjör.