Starfsdagur í Gamla bænum Laufási  fimmtudaginn 29. maí. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 16. Nemendur Grenivíkurskóla bregða á leik og sýna forn vinnubrögð í Gamla bænum Laufási  Gestir geta fylgst með því þegar æðardúnn verður hreinsaður, mjólk skilin og rjómi strokkaður. Húslestur og tóvinna verða í baðstofunni og spilað verður púkk. Ljúfur lummuilmur mun berast um bæinn um leið og dansað verður á flötinni fyrir framan hann.  

Þetta er endapunktur á þemaviku nemendanna sem að þessu sinni var tileinkuð Gamla bænum. Hann mun því lifna við svo um munar þegar börnin, sem klædd verða í takt við tíðarandann, sýna afrakstur mikillar vinnu þemavikunnar. Enginn aðgangseyrir verður tekinn frá kl 15 og allir eru velkomnir.