Söngvaka í Minjasafnskirkjunni 9. júní kl. 20:30. Aðgangseyrir 1500 kr. Söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld.Flytjendur: Þórarinn Hjartarson og Þuríður VilhjálmsdóttirDagskráin hefur vakið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmtidagskrá af þessum toga.  Í sérstakri en viðeigandi umgjörð Minjasafnskirkjunnar eru áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Fram að 20. öld er íslensk tónlistarsaga nær einvörðungu saga söngs og sá söngur var nátengdur orðsins list sem ávallt hefur verið þungamiðja íslenskrar menningar. Öðruvísi gat tónlistin varla verið þ.e. lengst af voru nær engin hljóðfæri til í landinu. Efniviður til að smíða hljóðfæri var enginn til né heldur fjármunir til að kaupa þau. Ekki var heldur til stétt hefðarfólks sem í útlöndum hélt uppi hljómsveitum og hljóðfæraleikurum.