VERALDLEG ÞJÓÐLÖG OG DANSKVÆÐI EÐA VIKIVAKAR voru skemmtisöngvar, oft í tengslum við leik og dans, e.t.v. líkt því sem enn lifir í Færeyjum. Efni þessara dansa (sem oft var riddararómantík) og einnig braghættir þeirra og lög hafa upphaflega verið erlend en liðu og þróuðust í landinu og urðu þannig íslensk. Ólafur liljurós og Taflkvæði eru meðal fárra þjóðlaga þessarar tegundar sem varðveist hafa.
TRÚARLEGUR SÖNGUR var iðkaður í kirkjum og klaustrum á miðöldum. Í nótnaskrift (af Þorláks tíðum) í handriti frá 13. öld er fyrirskrifuð tónlist í hægum og alvarlegum takti í ætt við gregorskan kirkjusöng miðalda. Lagið við Lilju eins og það var skrifað niður löngu síðar gæti hafa þróast frá þvílíkum söng. Eftir siðaskipti kom hér til annars konar kirkjusöngur, og voru það sönglög sem komu erlendis frá en lifðu síðan á vörum fólks í tímans rás og þróuðust og breyttust, þar til þau voru skrifuð niður sem íslensk þjóðlög. TVÍSÖNGUR Gregorsöngur miðalda var einradda, en meðal hinn gömlu íslnensku þjóðlaga eins og þau voru skrifuð niður birtist allrík hefð svokallaðra tvísöngslaga bæði trúarlegs og veraldlegs eðlis. Í þeim lögum fara tvær raddir saman í samstígum fimmundum (báðar karlraddir). Fylgiröddin byrjar sem lág undir fimmund en “ fer upp” á ákveðnum stað í laginu og verður há yfir fimmund. Lögin eru yfirleitt hæg og alvarleg og fjarri allri danshefð. Þau eru í gömlum kirkjutóntegundum (oftast lýdískri). Í biskupa-sögum frá 14. öld er talað um skólapilta á Hólum sem “tvísyngja”. Líklegt er að íslenski tvísöngurinn eigi uppruna sinn í svonefndum “organum”-söng, þ.e. elstu tegund af fjölröddun í Evrópu, frá því um 1000-1200. Í þeirri einangrun og hefðafestu sem hér ríkti hefur þessi forna sönghefð þá varðveist, og hvergi nema hér. RÍMUR eru alíslensk bókmenntagrein sem hefur verið langlíf í landinu, því rímur voru samdar hér og kveðnar í 600 ár. Þær héldu tengslunum við hina bókmenntalegu gullöld okkar og stuðluðu mjög að viðhaldi tungunnar. Ríma er frásögn, t.d. Íslendingasaga eða riddarasaga, í bundnu máli og erindin gátu skipt þúsundum. Rímur voru kveðnar. Sá kveðandi var eitthvert millistig milli tals og söngs, allt frá söngli á kannski tveimur tónum til fullgilds söngs. Góðir kvæðamenn voru alls staðar aufúsugestir og gegndu miklu hlutverki í íslensku baðstofulífi. SÖNGVAR FRÁ 19. OG 20. ÖLDMinjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30