Minjasafnið á Akureyri leitar að safnkennara til afleysingar í 60% starf.Ráðningartími er til 30. ágúst 2010 en hugsanlega til frambúðar að loknum ráðningartíma.  

Helstu verkefni eru m.a. : -að starfa að og byggja upp safnfræðslu á starfssvæði Minjasafnsins á Akureyri

- samskipti við fræðslustofnanir og hafa umsjón með sumarnámskeiði barna

Hæfniskröfur:  

Viðkomandi þarf að hafa reynslu af skapandi starfi með leik- og grunnskólabörnum.

Reynsla af kennslustörfum er æskileg

Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum

 Umsóknarfrestur er til 2. október n.k.

Umsókn og ferilskrá skal skila á Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, 600 Akureyri eða rafrænt á akmus@akmus.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri, í síma 462 4162.