Fjölskyldustemning á Minjasafninu á Akureyri sumardaginn fyrsta kl 14-16  með leikjum, lummum og söng. Blásum vetrinum burt með sápukúlublæstri.  Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins og Akureyrarstofa standa að barnaskemmtuninni með góðum stuðningi Dótakassans.Aðgangur er ókeypis 

BARNASKEMMTUN

Á MINJASAFNINU Á SUMARDAGINN FYRSTA 19. apríl kl 14-16
Samstarfsverkefni Minjasafnsins, Stoðvina Minjasafnsins og Akureyrarstofu.

 14:00               Hugleiðingar um sumardaginn fyrsta og földasöngur í  Minjasafnskirkjunni

 14:00 – 16:00   Ýmsir leikir fyrir börn og fullorðna

 14:30 – 16:00   Leggur og skel, leikir í búi við Nonnahús

                        Teymt undir börnum í Minjasafnsgarðinum

                        Hestvagnaferðir í Aðalstrætinu

                        Sumarkortagerð í safninu

 14:30 -15:30    Lummur og kakó í safnahúsinu

 15:30               Setjum við met í sápukúlublæstri í garðinum?

                          Sápukúlur í boði Dótakassans.

GLEÐILEGT SUMAR

Allir velkomnir – enginn aðganseyrir

 Áhugasömum um viðburði á Minjasafninu er bent á að skrá sig á netpóstlista safnins.