Mikil tilhlökkun ríkir á Minjasafninu því sumardagurinn fyrsti rennur brátt upp. Þá verður mikið um að vera og eins og venjan er leggjum við ríka áherslu á að börn á öllum aldri geti átt skemmtilega stund þennan fyrsta dag sumars. Tónlist mun óma um safnið og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tekur brot úr söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Örsýning á  furðurhlutum veldur án efa miklum heilabrotum hjá ungum sem öldnum.  Sápukúlur, sippubönd og húlahringir verða á sínum stað. Fólk getur því hoppað sér til hita eða yljað sér inni við fallega tóna, tal, kakó og lummum í boði STOÐvina Minjasafnsins. Ekki missa af skemmtilegum degi á safninu.