Sumarlestur 2021
Sumarlestur 2021

Námskeiðið Sumarlestur er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 21. skiptið. Að þessu sinni verður námskeiðið með breyttu sniði. Við munum kynna okkur fjölmargar barnabækur og skoða sögupersónur í þeim. Hver hópur mun síðan velja sér eina sögupersónu til að smíða og mála. Þessar sögupersónur munu síðan verða staðsettar í Kjarnaskógi og munu tengjast ratleik sem ber heitið Úti er ævintýri. Sá ratleikur verður tilbúinn á Alþjóðadegi læsis, 8. september 2021.

Að námskeiðinu stendur Amtsbókasafnið og Minjasafnið í samstarfi við aðrar stofnanir bæjarins. Verkefnið nýtur styrks úr Barnamenningarsjóði Íslands.

Námskeið:

  • Vika 1: 14.-18. júní (frí 17.júní)
  • Vika 2: 21.-25. júní

Gott að vita: 

  • Námskeiðin eru kl. 9-12
  • Námskeiðsgjald er 3.000 kr. 
  • Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin
  • Námskeiðið fer fram í Hlíðarskóla - Skjaldavík

Upplýsingar sem þurfa að koma fram við skráningu: 

  • Nafn barns og forráðamanna
  • Eftir hvaða tímabili er óskað
  • Netföng og símanúmer
  • Skóli og bekkur
  • Aðrar upplýsingar um barnið sem forráðamenn vilja koma á framfæri

Skráning hefst 17. maí á netfanginu fridab@amtsbok.is

Aðstendur námskeiðs:

Hólmfríður Björk Pétursdóttir, barnabókavörður, Amtsbókasafninu á Akureyri
Ragna Gestsdóttir, safnfræðslufulltrúi, Minjasafninu á Akureyri
Ólafur Sveinsson, myndlistamaður og kennari