Námskeiðið Sumarlestur er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 21. skiptið. Að þessu sinni verður námskeiðið með breyttu sniði. Við munum kynna okkur fjölmargar barnabækur og skoða sögupersónur í þeim. Hver hópur mun síðan velja sér eina sögupersónu til að smíða og mála. Þessar sögupersónur munu síðan verða staðsettar í Kjarnaskógi og munu tengjast ratleik sem ber heitið Úti er ævintýri. Sá ratleikur verður tilbúinn á Alþjóðadegi læsis, 8. september 2021.
Að námskeiðinu stendur Amtsbókasafnið og Minjasafnið í samstarfi við aðrar stofnanir bæjarins. Verkefnið nýtur styrks úr Barnamenningarsjóði Íslands.
Námskeið:
Gott að vita:
Upplýsingar sem þurfa að koma fram við skráningu:
Skráning hefst 17. maí á netfanginu fridab@amtsbok.is
Aðstendur námskeiðs:
Hólmfríður Björk Pétursdóttir, barnabókavörður, Amtsbókasafninu á Akureyri
Ragna Gestsdóttir, safnfræðslufulltrúi, Minjasafninu á Akureyri
Ólafur Sveinsson, myndlistamaður og kennari
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30